Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Inngangur
Hér er ætlunin að draga saman á einn stað sem ítarlegastar upplýsingar um prentsmiðjur og þróun prentiðnaðar á Íslandi frá nítjándu fram á tuttugustu og fyrstu öld eins og kostur er. Fyrri tíðar prentsmiðjum hafa þegar verið gerð greinargóð skil í kaflanum Upphaf prentunar á Íslandi. Til að byrja með verður hér byggt á bókinni Prentsmiðjueintök – Prentsmiðjusaga Íslands, og birtar þaðan upplýsingar um rúmlega 130 prentsmiðjur. Upplýsingar úr bókinni eru þó ekki tæmandi og munu bætast við smátt og smátt nýjar upplýsingar um prentsmiðjur í grunninn þegar á líður. Öllum er velkomið að hafa samband við Prentsögusetur og koma á framfæri vitneskju um prentsmiðjur sem ekki er að finna hér.
Prentsmiðjusaga Íslands
Upplýsingar um rúmlega 130 prentsmiðjur eru fengnar með góðfúslegu leyfi úr bókinni Prentsmiðjueintök – Prentsmiðjusaga Íslands efir Svan Jóhannesson sem gefin var út árið 2014. Svanur sat í stjórn Bókbindarafélags Íslands í 16 ár, þar af í 7 ár sem formaður. Hann sat síðan í stjórn Félags bókagerðarmanna í nær tvo áratugi eftir að félög í prentiðnaði sameinuðust árið 1980.