Einar Þórðarson

Einar Þórðarson

Prentsmiðja Einars Þórðarsonar

Reykjavík 1876–1886

Einar Þórðarson hafði verið forstöðumaður Landsprentsmiðjunnar um tuttugu ára skeið þegar hann lagði fram tilboð um að kaupa prentsmiðjuna og allt sem henni fylgdi miðað við þann 1. júlí 1875. Þetta var samþykkt bæði af Alþingi og staðfest af konungi og fékk Einar afsal fyrir prentsmiðjunni 29. desember sama ár.