Baldvin Halldórsson.

Baldvin Halldórsson.

Ólafur Þ. Sverrisson.

Ólafur Þ. Sverrisson.

Prisma

Hafnarfirði 1973–1997

Prentsmiðjan Prisma var stofnuð árið 1973 af prentsmiðunum Baldvini Halldórssyni (1944–) og Ólafi Þorbirni Sverrissyni (1948–) og konum þeirra beggja. Fyrirtækið var staðsett í Hafnarfirði. Þeir félagarnir voru báðir lærðir í offsetgreinum, Ólafur í offsetljósmyndun og Baldvin í offsetmynda- og plötugerð. Prisma keypti Hafnarprent árið 1978 og voru fyrirtækin sameinuð í húsnæði Prisma við Reykjavíkurveg. Árið 1998 sameinuðust Prisma og Prentbær.