Einar Ingi Jónsson.

Einar Ingi Jónsson.

Kristján Ingi Einarsson.

Kristján Ingi Einarsson.

Burkni Aðalsteinsson.

Burkni Aðalsteinsson.

Hálfdán Gunnarsson.

Hálfdán Gunnarsson.

Leturprent

Reykjavík 1954-

Einar Ingi Jónsson (1930-1987) prentari byrjaði 1952 að prenta í hjáverkum í bílskúr að Víðimel 63. Hann stofnaði Leturprent 1954 að Ægisgötu 7, en byggði prentsmiðjuhús að Síðumúla 22 árið 1974.
Einar rak prentsmiðjuna þar til 1985 að sonur hans Kristján Ingi (1952-) prentari tók við sem prentsmiðjustjóri og rak hana til ársins 2006. Þá keyptu tveir starfsmenn fyrirtækið, þeir Burkni Aðalsteinsson (1966-) prentsmiður og Hálfdán Gunnarsson (1976-) prentari. Samhliða keyptu þeir líka fyrirtækið Offsetfjölritun í Mjölnisholti 14. Leturprent er nú til húsa að Dugguvogi 12.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021