Einar Ingi Jónsson.

Einar Ingi Jónsson.

Kristján Ingi Einarsson.

Kristján Ingi Einarsson.

Burkni Aðalsteinsson.

Burkni Aðalsteinsson.

Hálfdán Gunnarsson.

Hálfdán Gunnarsson.

Leturprent

Reykjavík 1954–

Einar Ingi Jónsson (1930–1987) prentari byrjaði 1952 að prenta í hjáverkum í bílskúr að Víðimel 63. Hann stofnaði síðan Leturprent 1953 að Ægisgötu 7, en byggði prentsmiðjuhús að Síðumúla 22 árið 1974. Einar rak prentsmiðjuna þar til 1985 að sonur hans Kristján Ingi (1952–) prentari og ljósmyndari tók við sem prentsmiðjustjóri og rak hana til ársins 2006. Þá keyptu tveir starfsmenn fyrirtækið, þeir Burkni Aðalsteinsson (1966–) prentsmiður og Hálfdán Gunnarsson (1976–) prentari. Samhliða keyptu þeir líka fyrirtækið Offsetfjölritun í Mjölnisholti 14.

Í dag er Leturprent til húsa að Dugguvogi 12 í húsnæði sem er um 600 fm að stærð. Burkni sinnir nú öðrum störfum, en starfsmenn eru 7 talsins: Hálfdán Gunnarsson er framkvæmdastjóri, Rögnvaldur Bjarnason (1960–) er framleiðslustjóri og aðrir starfsmenn eru: Svana Hansdóttir (1967–) fjármálastjóri, Jón Nóason (1953–) prentari, Kristbjörg Hermannsdóttir (1956–) bókbindari, Guðni Freyr Ingvason (1977–) prentari og prentsmiður og Daði Gunnlaugsson (1989–) aðstoðarmaður.

Leturprent býður upp á alla almenna prentun, hvort sem er stafræna eða offsetprentun. Þeir eru vel vélum búnir, m.a.: Heidelberg Di, Konica Minolta 1100 stafræn prentvél, Canon 1135 stafræn prentvél, Heidelberg GTO og tveir Heidelberg díglar, plotter, Bourgbinder fræsari, lamineringarvél og þrír Polar skurðarhnífar.