Jón Helgason.

Jón Helgason.

Baldur Jónsson.

Baldur Jónsson.

Prentsmiðja Jóns Helgasonar

Reykjavík 1928–1960

Jón Helgason (1877-1961) prentari var áður búinn að koma talsvert við sögu. Hann rak fyrst Prentsmiðju Hafnarfjarðar, fluttist síðan með hana til Eyrarbakka og kom á fót Prentsmiðju Suðurlands. Þá stofnaði hann Prentsmiðju Ljósberans (Jesúprent) 1925 og var hún til húsa að Bergstaðastræti 27. Árið 1928 breytti svo Jón nafni hennar í Prentsmiðju Jóns Helgasonar og rak hana til 1952, að Baldur sonur hans tók við rekstrinum þar til prentsmiðjan var seld árið 1960.