Sigurður Jónasson.

Sigurður Jónasson.

Eysteinn Jónsson.

Eysteinn Jónsson.

Stefán Jónsson.

Stefán Jónsson.

Prentsmiðjan Edda

Reykjavík og Kópavogi 1936-1994

Prentsmiðjan Edda var stofnuð 1936 þegar nýtt hlutafélag keypti Prentsmiðjuna Acta sem hafði starfað frá árinu 1919. Aðalhvatamaðurinn að stofnun hennar var Sigurður Jónasson (1896-1965) forstjóri og bæjarfulltrúi í Reykjavík, en hluthafarnir voru alls þrettán.
Prentsmiðjan Edda var til húsa í Edduhúsinu að Lindargötu 9a í 44 ár eða til ársins 1982 að hún var flutt í nýtt húsnæði að Smiðjuvegi 3 í Kópavogi.
Hluthöfunum fjölgaði ört eftir stofnfundinn og urðu flestir 50 að tölu.
Fyrsta árið var Óskar Jónsson (1893-1944), prentsmiðjustjóri, en þá tók við Eggert P. Briem (1898-1947) til 1942, Eysteinn Jónsson ráðherra (1906-1993) til 1947, Þorsteinn Thorlacius (1886-1970) til 1960, Stefán Jónsson (1904-1995) til starfsloka í kringum 1980 og Þorbergur Eysteinsson (1940- ) eftir að starfsemin flutti í Kópavog.
Undir það síðasta var Prentsmiðjan Edda orðin eign Sambands íslenskra samvinnufélaga að mestu, en það átti 91% hlutabréfa þegar hún sameinaðist G. Ben prentstofu árið 1994.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021