Bergsteinn Pálsson.

Bergsteinn Pálsson.

Kristján Karl Pálsson.

Kristján Karl Pálsson.

Víkurprent

Reykjavík 1976–1978

Á Langholtsvegi 109, þar sem Karlakórinn Fóstbræður hefur aðsetur, voru reknar tvær prentsmiðjur um tíma. Hin fyrri var prentsmiðja Olivers Steins Jóhannessonar bókaútgefanda, Prentsmiðjan Skuggsjá, en hin var Víkurprent, sem var rekin þar árin 1976–1978.
Bræðurnir Bergsteinn Pálsson (1939–) prentsmiður og Kristján Karl Pálsson (1933–2012) prentari keyptu prentsmiðjuna af Oliver Steini og kölluðu hana Víkurprent. Þeir ráku hana þarna til 1978 að bræðurnir fluttust austur að Hellu á Rangárvöllum með vélarnar og stofnsettu þar prentsmiðjuna Helluprent.