Þorvarður Þorvarðsson.

Þorvarður Þorvarðsson.

Prentsmiðja Þorv. Þorvarðssonar

Reykjavík 1904–1905

Þorvarður Þorvarðsson (1869–1936) prentari stofnaði Prentsmiðju Reykjavíkur 1902, en seldi hana síðan Hlutafélaginu Gutenberg 1904. Hann virðist samt halda áfram að prenta og gefa út blöð og bækur í sinni eigin prentsmiðju sem bar heitið Prentsmiðja Þorv. Þorvarðssonar. Hann stofnaði blaðið Nýja Ísland þetta ár 1904 — Blað fyrir alþýðu, alvarlegs og skemmtandi efnis. Á titilblaði 1. árgangs þessa blaðs er sagt að það sé prentað í Prentsmiðju Þorv. Þorvarðssonar, en 2. og 3. árgangur er prentaður í Prentsmiðjunni Gutenberg 1905 og 1906.