Garðar Sigurðsson.

Garðar Sigurðsson.

Óli Vestmann.

Óli Vestmann.

Þorlákur Guðmundsson.

Þorlákur Guðmundsson.

Borgarprent

Reykjavík 1946–1978

Borgarprent var stofnað 1. janúar 1946 af þremur prenturum: Garðari Sigurðssyni (1917–2013), Óla Vestmann Einarssyni (1916–1994) og Þorláki Guðmundssyni (1917–1999). Garðar var prentsmiðjustjóri frá upphafi og til 1978 að prentsmiðjan var seld. Árið 1958 stofnaði Þorlákur eigin prentsmiðju undir sínu nafni, en Óli fór sama ár að kenna við Iðnskólann í Reykjavík og undirbúa verklega kennslu við skólann sem hófst þetta ár. Garðar vann hjá Vinnueftirliti ríkisins 1981–1995.