Garðar Sigurðsson.

Garðar Sigurðsson.

Óli Vestmann.

Óli Vestmann.

Þorlákur Guðmundsson.

Þorlákur Guðmundsson.

Borgarprent

Reykjavík 1946-1978

Borgarprent var stofnað 1. janúar 1946 af þremur prenturum: Garðari Sigurðssyni (1917-2013), Óla Vestmann Einarssyni (1916-1994) og Þorláki Guðmundssyni (1917-1999). Garðar var prentsmiðjustjóri frá upphafi og til 1978 að prentsmiðjan var seld. Árið 1958 stofnaði Þorlákur eigin prentsmiðju undir sínu nafni, en Óli fór sama ár að kenna við Iðnskólann í Reykjavík og undirbúa verklega kennslu við skólann sem hófst þetta ár. Garðar vann hjá Vinnueftirliti ríkisins 1981-1995.