Skúli Thoroddsen.

Magnús Ólafsson.

Litla prentsmiðjan

Ísafirði 1902–1907

Skúli Thoroddsen fór með prentverkið með sér til Bessastaða 1901 þegar hann flutti þangað búferlum frá Ísafirði, þ. e. stóru hraðpressurnar sem hann keypti 1892 og 1898. Í bókinni 400 ára saga prentlistarinnar á Íslandi eftir Klemens Jónsson sem kom út 1930, segir: „Í kosningahríðinni 1902 flutti hann [Skúli] litla pressu og letur vestur á Ísafjörð og kallaði Litlu prentsmiðjuna. Prentaði hann í henni lítið blað, Sköfnung. Ætlaðist hann til að þessi litla prentsmiðja yrði kyrr vestra, svo hægt væri að grípa til hennar, ef á þyrfti að halda“. Eftir þessari orðanna hljóðan hefur Skúli átt þriðju pressuna sem auðvelt var að flytja með sér. Í Litlu prentsmiðjunni vann Magnús Ólafsson (1875–1967) einn alla tíð meðan Skúli átti hana.