Ólafur B. Björnsson.

Ólafur B. Björnsson.

Einar Einarsson.

Einar Einarsson.

Bragi Þórðarson.

Bragi Þórðarson.

Prentverk Akraness

Akranesi 1946–2000

Árið 1946 endurreisti Ólafur B. Björnsson (1895–1959) prentsmiðjuna á Akranesi og festi kaup á húsinu Heiðarbraut 20 fyrir starfsemina. Einar Einarsson (1919–2003) prentari var ráðinn prentsmiðjustjóri til 1964, en þá tók Bragi Þórðarson (1933–) prentari við, en hann var einn af eigendum prentsmiðjunnar.

Flutt var í nýtt húsnæði að Heiðargerði 22 um 1970. Bragi var prentsmiðjustjóri til ársins 1982. Hann var einnig eigandi Hörpuútgáfunnar og rak hana frá árinu 1960 til 2007. Prentverk Akraness var selt Prentmet árið 2000 og var nafni prentsmiðjunnar breytt í Prentmet Vesturlands árið 2006 en prentsmiðjustjóri nú er Þórður Elíasson (1951–) prentsmiður.