Gunnar M. Árnason.

Gunnar M. Árnason.

Einar Egilsson.

Einar Egilsson.

Prenttækni

Reykjavík og Kópavogi 1973-

Gunnar Maggi Árnason (1940-2003) prentari og Einar Egilsson (1942-) bókbindari stofnuðu prentsmiðjuna Prenttækni 1973. Fyrstu árin var hún til húsa í Miðbæ, Háaleitisbraut 58-60 í Reykjavík, en var síðan flutt að Auðbrekku 4 í Kópavogi.
Gunnar Maggi keypti þá hlut Einars í fyrirtækinu, en Einar Egilsson snéri sér að bókbandinu og keypti Félagsbókbandið og rak það áfram ásamt Leifi Gunnarssyni bókbindara.
Tveimur til þremur árum síðar var Prenttækni flutt í eigið húsnæði að Vesturvör 11a í Kópavogi og þar rak Gunnar Maggi prentsmiðjuna til dánardægurs. Dóttir hans Margrét hefur rekið prentsmiðjuna síðan.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021