Gunnar M. Árnason.

Gunnar M. Árnason.

Einar Egilsson.

Einar Egilsson.

Prenttækni

Reykjavík og Kópavogi 1973–

Gunnar Maggi Árnason (1940–2003) prentari, kona hans Stefanía Flosadóttir (1940–) og Einar Egilsson (1942–) bókbindari stofnuðu prentsmiðjuna Prenttækni 1973. Fyrstu árin var hún til húsa í Miðbæ, Háaleitisbraut 58–60 í Reykjavík, en var síðan flutt að Auðbrekku 4 í Kópavogi. Gunnar Maggi keypti þá hlut Einars í fyrirtækinu, en Einar Egilsson snéri sér að bókbandinu og keypti Félagsbókbandið og rak það áfram ásamt Leifi Gunnarssyni bókbindara.

Tveimur til þremur árum síðar var Prenttækni flutt í eigið húsnæði að Vesturvör 11a í Kópavogi og þar rak Gunnar Maggi prentsmiðjuna til dánardægurs. Dóttir hans Margrét Gunnarsdóttir er nú framkvæmdastjóri og hefur rekið prentsmiðjuna síðan. Í febrúar 2016 hlaut Prenttækni vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum og var það í þrítugasta sinn sem það var veitt á Íslandi.