Bjarni J. Jóhannesson.

Bjarni J. Jóhannesson.

Guðmundur Gunnlaugsson.

Guðmundur Gunnlaugsson.

Þráinn Þórhallsson.

Þráinn Þórhallsson.

Prentsmiðjan Viðey

Reykjavík 1933–1990

Prentararnir Bjarni J. Jóhannesson (1877–1951) og Guðmundur Gunnlaugsson (1882–1968) stofnuðu Prentsmiðjuna Viðey 1. október 1933. Guðmundur seldi Bjarna sinn hlut 1936, en Bjarni rak hana áfram til æviloka 1951. Þá tóku við rekstrinum Runólfur (1908–1973), sonur hans og tengdasonur Guðmundur Á. Jónsson (1904–1978). Þeir starfræktu prentsmiðjuna til 1961, en þá keypti hana Þráinn Þórhallsson (1931–) prentari og rak hana í 10 ár á sama stað og hún hafði verið, að Túngötu 5 í Reykjavík. Þráinn byggði síðan hús að Þverholti 15 og rak prentsmiðjuna þar til 1990, en þá var hún sameinuð Prentsmiðju GuðjónÓ hf að Þverholti 13.