Oliver S. Jóhannesson.

Oliver S. Jóhannesson.

Prentsmiðjan Skuggsjá

Reykjavík 1973-1976

Oliver Steinn Jóhannesson (1920-1985) bóksali og bókaútgefandi stofnaði Prentsmiðjuna Skuggsjá árið 1973 og rak hana á Langholtsvegi í Reykjavík fram til ársins 1976.
Þar unnu m.a. prentararnir Jón Áskels Óskarsson (1944-) sem vann þar frá 1973-1976 og Þorsteinn Björnsson (1945-) vann þar frá 1973.
Oliver Steinn var við verslunarstörf, m.a. í Bókaverslun Ísafoldar um ellefu ára skeið. Hann hóf síðan mikilvirka bókaútgáfu, Skuggsjá, og stofnaði Bókabúð Olivers Steins í Hafnarfirði þar sem hann byggði stórt hús yfir starfsemina við aðalgötu bæjarins. Þegar Oliver Steinn hætti prentsmiðjurekstri sínum voru prentvélarnar seldar til Víkurprents.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021