Sigfús Eymundsson.

Sigfús Eymundsson.

Prentsmiðja Sigfúsar Eymundssonar

Reykjavík 1887-1890

Sigfús Eymundsson (1845-1911) var fjölhæfur maður. Hann lærði bókband í Reykjavík og Kaupmannahöfn og varð fullnuma hjá Ursin, konunglegum hirðbókbindara. Hann vann þar í tvö ár og varð yfirmaður í vinnustofunni. Hann fluttist síðan til Kristjaníu og Björgvinjar og nam ljósmyndagerð. Sigfús setti upp ljósmyndastofu í Kaupmannahöfn, en kom heim til Reykjavíkur 1866 og stundaði bókband og ljósmyndagerð. Hann kom á stofn bókaverslun og keypti Prentsmiðju Sigmundar Guðmundssonar og starfrækti hana í þrjú ár.