Jón Helgason.

Jón Helgason.

Karl H. Bjarnarson.

Karl H. Bjarnarson.

Prentsmiðja Suðurlands

Eyrarbakka 1910-1917

Ýmsir aðilar í Árnessýslu og víðar stofnuðu hlutafélag um rekstur prentsmiðju árið 1910. Áhugamál þeirra var að hefja útgáfu blaðs sem gæti orðið vettvangur fyrir hagsmunamál sveitanna á Suðurlandi.
Þessir aðilar keyptu Prentsmiðju Hafnarfjarðar sem var gamla Aldar-prentsmiðjan.
Prentararnir Jón Helgason (1877-1961) og Karl H. Bjarnarson (1875-1957) höfðu starfrækt þessa prentsmiðju í Hafnarfirði frá 1907.
Karl og Jón fluttust með prentsmiðjunni austur á Eyrarbakka og blaðið Suðurland komst á laggirnar. Fyrsti ritstjóri blaðsins var Oddur Oddsson (1867-1938) símstjóri á Eyrarbakka, en seinna á árinu varð Karl H. Bjarnarson ritstjóri.