Steingrímur Guðjónsson.

Steingrímur Guðjónsson.

Prentsmiðjan Steinmark

Hafnarfirði 1982–

Prentsmiðjan Steinmark var stofnuð þann 1. janúar 1982 af Steingrími Guðjónssyni (1948–) offsetprentara og Markúsi Jóhannssyni (1951–) prentsmið, báðum úr Hafnarfirði. Steingrímur er lærður offsetprentari með meistararéttindi frá 1974, en Markús lærði prentmyndaljósmyndun og hann snéri sér að öðrum störfum eftir hálft ár.

Steinmark hefur verið til húsa að Dalshrauni 24 í Hafnarfirði allt frá byrjun. Nafn prentsmiðjunnar er þannig tilkomið að það er samsett af fyrri hluta nafna stofnendanna, en í annan stað vísar það til forsögu iðngreinarinnar. Steinmark er með 5 lita Roland prentvél og 2ja lita Heidelberg GTO og býður upp á alhliða prentþjónustu þ.e. alla forvinnslu, prentun og frágang.