Þorvarður Þorvarðsson.

Þorvarður Þorvarðsson.

Prentsmiðja Reykjavíkur

Reykjavík 1902–1904

Þorvarður Þorvarðsson (1869–1936) prentari stofnaði þessa prentsmiðju 1902. Hún var stundum nefnd Reykjavíkurprentsmiðja eftir samnefndu blaði sem Þorvarður byrjaði að gefa út um aldamótin og var það þá prentað fyrst í Aldar-prentsmiðju en frá 28. júní 1902 var farið að prenta það í prentsmiðju Þorvarðar. Hann seldi síðan blaðið til kaupmanna í Reykjavík og Jón Ólafsson gerðist ritstjóri þess. Þorvarður var fyrsti formaður Hins íslenska prentarafélags 1897–1898. Árið 1904 seldi hann prentsmiðju sína til nýs hlutafélags sem hann stofnaði ásamt fleiri prenturum en það hlaut nafnið Hlutafélagið Gutenberg.