Sveinn Oddsson.

Sveinn Oddsson.

Gunnar Sigurðsson.

Gunnar Sigurðsson.

Prentsmiðja Sveins Oddssonar

Reykjavík 1914–1915

Sveinn Oddsson (1883–1959) prentari fór vestur um haf 1903 og vann þar við prentun í um áratug. Hann kom heim aftur 1913 og keypti þá stuttu seinna (1914), ásamt Gunnari Sigurðssyni (1888–1962) lögfræðingi frá Selalæk, prentsmiðju Davíðs Östlunds. Rak Sveinn hana um tíma en hvarf aftur vestur um haf í maí 1915. Prentsmiðjan var þá seld Þorkeli Þ. Clementz vélfræðingi. Það bar til nýlundu þegar Sveinn kom frá Bandaríkjunum að hann hafði með sér bifreið, sem var sú fyrsta hér á landi sem var nothæf til flutninga. Hafði hann þá fastar ferðir austur fyrir fjall.