Hallbjörn Halldórsson.

Guðmundur J. Guðmundsson.

Guðmundur Kristjánsson.

Alþýðuprentsmiðjan

Reykjavík 1926–1956–1986

Alþýðuflokkurinn stofnaði Alþýðuprentsmiðjuna 1926 til þess að prenta Alþýðublaðið og ýmislegt fleira fyrir flokkinn og almenning. Prentsmiðjustjóri 1926–1935 var Hallbjörn Halldórsson, næst Guðmundur J. Guðmundsson 1936–1940, þá tók við Guðmundur Kristjánsson 1940–1945 og síðan Jóhannes Zoëga Magnússon.

Árið 1956 var prentsmiðjunni skipt upp í tvær prentsmiðjur og Prentsmiðja Alþýðublaðsins sett upp að Hverfisgötu 8–10 og prentaði hún Alþýðublaðið eingöngu. Hinn hlutinn var settur upp að Vitastíg 10 í húsnæði með Alþýðubrauðgerðinni, en sölubúð hennar var í húsi á samliggjandi lóð að Laugavegi 61. Jóhannes Zoëga Magnússon (1907–1957) var fyrsti prentsmiðjustjóri hennar, en hann lést árið eftir að henni var komið á fót. Þá varð Ragnar Þ. Guðmundsson (1921–1984) setjari prentsmiðjustjóri til ársins 1967, en Ágúst K. Guðmundsson (1913–1980) prentari tók við af honum og var prentsmiðjustjóri til 1978. Þá tók Einar Einarsson við og var prentsmiðjustjóri þar til hún hætti 1986.