Björn Jónsson yngri.

Björn Jónsson yngri.

Þórhallur Bjarnarson.

Þórhallur Bjarnarson.

Prentsmiðja Björns Jónssonar

Akureyri 1879–1987

Björn Jónsson yngri (1854-1920) prentari keypti Prentsmiðju Norður- og Austurumdæmisins 1879. Þóhallur Bjarnarson (1881-1961) prentari var meðeigandi hans frá 1905-1920 og síðan áfram með Sigurði syni Björns til 1929 að Þórhallur flutti til Reykjavíkur. Varð þá Sigurður Helgi (1891-1943) einn um prentsmiðjuna.
Hlutafélag keypti síðan prentsmiðjuna af erfingjum hans og voru þar ýmsir prentsmiðjustjórar, m.a. Kári Sigurjónsson og Karl Jónasson. Haraldur Ásgeirsson og Svavar Ottesen prentarar leigðu hana þá um tíma og keyptu hana síðan 1. október 1970 og stofnuðu bókaútgáfuna og prentsmiðjuna Skjaldborg.
Fljótlega eftir að Björn Jónsson yngri tók við prentsmiðjunni hóf hann að gefa út blaðið Fróða og var prentsmiðjan þá oft kennd við blaðið og nefnd „Fróðaprentsmiðjan“ og prentarinn „Björn Fróði“. Fleiri merk blöð voru þar prentuð t.d. Norðurljósið, Lýður og Stefnir.