Guðmundur Jóhannsson.

Guðmundur Jóhannsson.

Snorraprent

Reykjavík 1947-1949

Hrappseyjarprentsmiðja var stofnuð 1945 í Reykjavík eftir að Vilhjálmur Svan kom með vélar sínar aftur frá Akranesi. Prentsmiðjunni var síðan skipt í tvennt árið 1947. Hét önnur prentsmiðjan Snorraprent og voru stofnendurnir þeir Gunnar Steindórsson (1918-1966) og Grímur Gíslason (1913-1979) hjá Íslendingasagnaútgáfunni og Guðmundur Á. Jóhannsson prentari.
Grímur var framkvæmdastjóri þeirrar prentsmiðju. Hin prentsmiðjan var skírð Prentfell og fékk Vilhjálmur Svan hana í sinn hlut og rak til ársins 1965, að hann seldi hana til Prentsmiðju Jóns Helgasonar.
Vilhjálmur Svan var einnig hluthafi í Íslendingasagnaútgáfunni sem stofnuð var á þessum árum og prentsmiðjur sem hann rak prentuðu eitthvað af verkum útgáfunnar.
Þegar Snorraprent hætti fóru sumar vélar prentsmiðjunnar til Vestmannaeyja en aðrar í Prentverk Guðmundar Kristjánssonar.
Í Snorraprent voru líka prentaðir Annálar og nafnaskrá en þeir voru 7. bindið í bókaflokknum Byskupa Sögur 1-3 og Sturlunga Saga 1-3 og komu þær allar út 1948, en voru endurprentaðar margoft síðar. Þetta var framhald á 12 binda útgáfu þeirra félaga á Íslendingasögunum I-XII og nafnaskrá XIII.
Þá var prentað í Snorraprenti Ævintýrið um svikaprinsinn, austurlenzk saga og teikningar eftir Halldór Pétursson í þýðingu Sesselju Guðmundsdóttur.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021