Sigurður Þ. Guðmundsson.

Sigurður Þ. Guðmundsson.

Angantýr Ásgrímsson.

Angantýr Ásgrímsson.

Prentsmiðja Sigurðar Þ. Guðmundssonar

Seyðisfirði 1924–1934

Sigurður Þorsteinn Guðmundsson (1899–1958) prentari vann í Prentsmiðju (prentsmiðjufélags) Austurlands á Seyðisfirði frá 1919. Hann tók reksturinn yfir 1924 og rak prentsmiðjuna sem einkafyrirtæki til ársins 1934. Fyrstu árin störfuðu að jafnaði tveir menn í prentsmiðjunni en eftir 1928 var Sigurður oftast eini fasti starfsmaðurinn. Prentsmiðjan átti í rekstrarerfiðleikum frá upphafi og átti heimskreppan mikla þar mikinn þátt í. Fór svo að lokum að hann seldi hana Angantý Ásgrímssyni (1904–1947) prentara sem tók þá við rekstrinum.