Oddur Björnsson.

Oddur Björnsson.

Einar Hjörleifsson.

Einar Hjörleifsson.

Prentsmiðja Norðurlands

Akureyri 1901–1903

Oddur Björnsson (1865–1945) prentari og prentsmiðjustjóri kom með nýja prentsmiðju til Akureyrar frá Danmörku árið 1901. Sama árið var byrjað að gefa þar út blaðið Norðurland og Einar (Kvaran) Hjörleifsson (1859–1938), skáld og rithöfundur, var ráðinn ritstjóri þess.
Árið 1904 var nafni prentsmiðjunnar breytt í Prentsmiðju Odds Björnssonar, en prentun blaðsins hélt þar áfram til 1920 er það hætti að koma út. Einar hætti sem ritstjóri 1904 og í stað hans var ráðinn bróðir hans, Sigurður Hjörleifsson (1862–1936) læknir, og var hann ritstjóri til 1912 og síðan Jón Stefánsson til 1920.