Einar Þorgrímsson.

Einar Þorgrímsson.

Guðmundur Jóhannsson.

Guðmundur Jóhannsson.

Jakob Hafstein.

Jakob Hafstein.

Þorgrímur Einarsson.

Þorgrímur Einarsson.

Lithoprent

Reykjavík 1938-1972

Einar Þorgrímsson (1896-1950) offsetprentari og Guðmundur Ágúst Jóhannsson (1899-1981) prentari stofnuðu Lithoprent í maí 1938. Þeir félagarnir höfðu kynnst í Bandaríkjunum þar sem þeir dvöldu um skeið, Einar við háskólanám en Guðmundur við prentun.
Þetta var fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem notaði hina nýju tækni, offsetprentun, sem var að ryðja sér til rúms erlendis.
Guðmundur var fagmaðurinn í fyrirtækinu en Einar var forstjórinn. Þeir áttu ekki skap saman svo leiðir skildu eftir tæpt ár en Einar var forstjóri til dánardægurs 1950. Jakob Hafstein var síðan framkvæmdastjóri frá 1951-1963, en á þeim árum var prentuð þar 2. útgáfa af Guðbrandsbiblíu sem var í sjálfu sér þrekvirki alveg eins og þegar biblían var prentuð á Hólum hjá Guðbrandi biskupi.
Síðasti forstjóri fyrirtækisins var Þorgrímur Einarsson, sonur Einars Þorgrímssonar, fyrsti lærlingurinn í offsetprentun á Íslandi. Rekstri fyrirtækisins var hætt á árinu 1972 er það varð gjaldþrota.