Sigurður Guðmundsson.

Sigmundur Guðmundsson.

Prentsmiðja Sigmundar Guðmundssonar

Reykjavík 1883-1887

Fyrstu þáttaskilin í íslensku prentverki voru þegar Prentsmiðja Sigmundar Guðmundssonar (1853-1898) var stofnuð, en hann fékk konungsleyfi 1883 til að stofna prentsmiðju.
Í viðtali Stefáns Ögmundssonar við Hafstein Guðmundsson í Prentaranum (01.10.1990) segir:
„Það sér á bókum sem unnar voru hjá honum, þau fáu ár sem hann stýrði prentverki. Hann pantaði inn bæði skrautletur, upphafsstafi og ýmislegt fleira, …“
Sigmundur var yfirprentari í Ísafold áður en hann stofnaði sína prentsmiðju. Hún brann 1885, en hann endurreisti hana sama ár en seldi hana síðan 1887. Hann var um tíma umboðsmaður Vesturfara.