Vilhjálmur Svan.

Vilhjálmur Svan.

Hrappseyjarprent

Reykjavík 1945-1947

Þessi prentsmiðja var stofnuð í Reykjavík með vélum Prentverks Akraness sem fóru þangað og Vilhjálmur Svan Jóhannsson prentari fylgdi með og var forstjóri prentsmiðjunnar til 1947, en þá var henni skipt í tvennt. Önnur var nefnd Snorraprent en hin Prentfell og fékk Vilhjálmur Svan þann helming og rak hana til 1965 (Sjá: Snorraprent og Prentverk Akraness 1942-1946). Steinar Sigurjónsson (1928-1992) skáld lærði í Hrappseyjarprenti í eitt ár 1946, en lauk síðan námi í Prentverki Akraness 1950.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021