Hannes Þorsteinsson.

Prentsmiðja Þjóðólfs

Reykjavík 1902–1906

Hannes Þorsteinsson (1860–1935) þjóðskjalavörður og ritstjóri Þjóðólfs keypti Glasgow-Prentsmiðjuna af Einari Benediktssyni skáldi 16. ágúst 1899. Heimild fyrir þessu er auglýsing frá Einari á forsíðu Þjóðólfs 18. ágúst þetta ár. Glasgow-Prentsmiðja var staðsett í húsi Einars, Glasgow, neðst við Vesturgötuna, en hún var nefnd áfram þessu nafni Glasgow-Prentsmiðja þó Hannes hafi keypt hana og væri eigandi hennar, og virðist hann leigja húsnæðið alveg fram í september 1902, en þá flutti hann loksins prentsmiðjuna í nýtt húsnæði sitt í Austurstræti 3, skv. auglýsingu í Þjóðólfi 5. september 1902. Var hún þá frá þeim tíma nefnd Prentsmiðja Þjóðólfs í blaðinu Þjóðólfur, uns hún var lögð niður og sameinuð Prentsmiðjunni Gutenberg árið 1906.