Oddur Björnsson.

Oddur Björnsson.

Prentsmiðja Odds Björnssonar

Akureyri 1904-1995

Prentsmiðja Odds Björnssonar hét fyrst Prentsmiðja Norðurlands en nafninu var breytt 1904. Seinna breyttist það í Prentverk Odds Björnssonar en var oft kallað POB og var stofnað til hliðar við Bókaforlag Odds Björnssonar, sem starfaði frá 1887. Oddur lauk prentnámi í Reykjavík 1884 og stundaði síðan framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Hann vann þar við prentun til ársins 1901, en fluttist þá til Akureyrar og rak þar prentsmiðju og bókaútgáfu lengst af til 1942. Oddur var fyrstur allra íslenskra atvinnurekenda til að taka upp átta stunda vinnudag. Hann var kjörinn heiðursborgari Akureyrar 1935.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021