Í stærri myndum: Smellið í fyrstu myndina og notið síðan örvatakka á lyklaborði (hægri). Einnig má smella í íkon í neðra hægra horni á hverri mynd til að fá hana í fulla stærð og nota síðan örvatakka á lyklaborði til að komast áfram eða smella í örvar sitt hvoru megin við myndina til að fara til hægri eða vinstri í röðinni.
Mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn 23. júní 2020
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherrra, heimsótti Prentsögusetur – Gömlu prentsmiðjuna í dag. Móðir Lilju, Guðný Kristjánsdóttir, var einnig með í för en hún er prentsmiður. Að auki voru með í för Gísli Hauksson og Rúnar Leifsson. Við þökkum þeim öllum fyrir ánægjulega heimsókn og þann áhuga sem þau sýna okkur. (Myndir frá Hirti Guðnasyni)
Prentmyndastofan 27. mars 1981
Hér eru myndir frá 27. mars 1981, Prentmyndastofan. Gudmundur Skúli Viðarsson og Gísli Theódórsson útskrifuðust sem sveinar. Líklega offsetljósmyndun og plötugerð. Þeir færðu meistara sínum bók að gjöf og inni í henni er kort frá þeim með þessari dagsetningu. (Myndir frá Hirti Guðnasyni)
Vísir, Reykjaprent — sennilega 1970–1971
Á fyrstu mynd eru þeir Birgir B. Guðbjartsson og Brynjar Örn Bragason. Á annarri mynd má þekkja Brynjar Örn Bragason, Birgi B. Guðbjartsson, Guðmund K. Eiríksson og Jóhannes Borgfjörð Birgisson. Á þriðju mynd: Fyrir miðri mynd er Sigurður Gunnarsson (frá Selalæk) vélsetjari, honum á hægri hönd Stefán Arngrímsson en vinstramegin Brynjar Örn Bragason. Birgir B. Guðbjartsson sitjandi lengst til hægri frá okkur séð. (Myndir frá Tryggva Þór Agnarssyni)
Sumarbústaðir í Miðdal við Laugarvatn
Þetta eru fyrstu húsin sem þar voru byggð. Óskarsbústaður næst á myndinni, svo Þjóðviljabústaðurinn, sem Rafn Sigurjónsson og Elísabet Skúladóttir eiga núna. Sennilega árabilið 1941–1945.
Waldorfskólinn Sólstafir 20. maí 2020
Við fengum heimsókn í dag frá Waldorfskólanum Sólstöfum. Hressir og kátir krakkar sem fengu smá fyrirlestur um sögu prentunar og tilurð Gömlu prentsmiðjunnar og Prentsöguseturs. Við þökkum fyrir komuna. (Myndir frá Hirti Guðnasyni)
Starfsfólk Prentsmiðju Jóns Helgasonar
Meðfylgjandi mynd er af starfsfólki Prentsmiðju Jóns Helgasonar sem var til húsa að Bergstaðastræti 27 í Þingholtunum í Reykjavík. Myndin er sennilega tekin í kringum árið 1937. Því miður hefur hún orðið fyrir einhverju hnjaski en ekki er líklegt að til sé önnur betri. Á henni eru frá vinstri: Jón Helgason, Helga Jónsdóttir (dóttir Jóns Helgasonar), Droplaug Sveinbjarnardóttir, Ingvar Einar Bjarnason, Sigurður Jónsson (sonur Jóns Helgasonar), Kristinn Björgvin Sigurðsson, Brynjúlfur Jónsson (sonur Jóns Helgasonar) og Ólafur Eiríksson. (Mynd frá Gylfa Kristinssyni)
Svipmynd úr Prentsmiðju Alþýðublaðsins
Faðir minn Kristinn Björgvin Sigurðsson lærði til handsetjara í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Eftir námið vann hann um skeið í Alþýðuprentsmiðjunni við Vitastíg. Þaðan var hann af og til sendur til að hjálpa til í Prentsmiðju Alþýðublaðsins við Hverfisgötu. Það fór þannig að þar var hann ráðinn prentsmiðjustjóri sem hann gegndi að mig minnir til ársins 1968. Þá tók við verkstjórn í Prentsmiðjunni Eddu við Skuggasund. Ég fann meðfylgjandi mynd af honum í Prentsmiðju Alþýðublaðsins. Hún er að öllum líkindum tekin í kringum árið 1960. Þess skal getið að faðir minn verður 94 ára eftir rúman mánuð. Hann er við ótrúlega góða heilsu þrátt fyrir alla vinnuna innan um kraumandi blýpotta. (Ljósmynd frá Gylfa Kristinssyni)
Heimsókn í Skálholt 11. maí 2020
Við fórum nokkrir stjórnarmenn Prentsöguseturs austur í Skálholt að heimsækja sr. Kristján Björnsson vígslubiskup. Við áttum þar góðan fund með honum, þar sem fram kom að það er einlægur vilji ráðamanna í Skálholti að Prentsögusetur verði ríkur þáttur í fyrirhugaðri uppbyggingu staðarins. Prentsögusetur verður þá í stækkuðu gestahúsi staðarins og mun tengjast merku bókasafni sem sett verður upp með gömlum bókum sem geymdar gafa verið í turni kirkjunnar á staðnum. Hér eru tvær myndir frá heimsókninni; annars vegar sr. Kristján að lýsa fyrirhuguðum breytingum og staðsetningu seturs og bókasafns, hins vegar af einni glærunni sem skýrir þá framtíðarsýn sem unnið er út frá. (Myndir frá Hauki Má Haraldssyni)
Bridge að Hverfisgötu 21
Auðvitað var líka spilað ,,bridge” – innanfélagskeppnir og sveitakeppnir við Trésmiðafélag Reykjavíkur. (Myndir frá Grafíu/Þorsteini Veturliðasyni)
Hóptefli Félags bókagerðarmanna og Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
Haldið að Hverfisgötu 21 í húsnæði FBM (Myndir frá Grafíu/Þorsteini Veturliðasyni)
Knattspyrnumót FBM 1991 eða 1992
(Myndir frá Grafíu/Þorsteini Veturliðasyni)
Skákmót hjá Félagi bókagerðarmanna
Haldið að Hverfisgötu 21 í húsnæði FBM (Myndir frá Grafíu/Þorsteini Veturliðasyni)
Gutenberg
Myndin er tekin nálægt 1970 og það má greina vel feðgana Ágúst Jakobsson og Jakob Emilsson. – Líklega grillir aðeins í Erlend Björnsson. – Bak við þilið sést í samstæðu-vélina sem notuð var við samhangandi prentun. (Mynd frá Grafíu/Þorsteini Veturliðasyni)
Myndir úr Gutenberg
(Myndir frá Grafíu/Þorsteini Veturliðasyni)
Fleiri myndir úr Gutenberg
Fyrsta mynd: Einar Jónsson, prentari og yfirverkstjóri. Önnur mynd: Jón Otti Jónsson. (Myndir frá Grafíu/Þorsteini Veturliðasyni)
Prentverk Akraness 1975
Önundur Jónsson prentari. Myndin er tekin í Prentverki Akraness 1975. Veitið sérstaklega athygli bannskiltinu á veggnum. Það voru notaðar teygjur til að halda utan um síðurnar (satsinn) og þær voru líka notaðar til að hrekkja prentarann. (Mynd frá Önundi Jónssyni)
Herbertsprent 1930
Fyrsta mynd: Skúli Skúlason, Haukur Herbertsson, Óskar Söebeck, Svafar Hjaltested, Geir Herbertsson og Herbert Sigmundsson.
Önnur mynd: Stefán Ögmundsson og Þórður Björnsson, vélsetjari.
Þriðja mynd: Rósa Ágústsdóttir, Van Reiter, prentari og Þóra Kristjánsdóttir. (Myndir frá Þorsteini Veturliðasyni)
Prentsmiðjan Hilmir
Þarna sjást Ólafur Haukur Ólafsson prentsmiður og Sigurþór Jakobsson, setjari og myndlistarmaður. (Mynd frá Svani Jóhannessyni)
Jakob Kristjánsson vélsetjari
Jakob Kristjánsson (1887–1964) vélsetjari. Jakob starfaði í Prentsmiðju Norðurlands og P.O.B. frá 1901 til 1909 og aftur frá 1946. Hann var fyrsti vélsetjarinn á Íslandi. Hann lærði vélsetningu hjá Linotypeskólanum í London og varð síðan forstjóri Prentsmiðjunnar Rún sem fékk fyrstu setjaravélina til landsins. Hann kom líka með til Íslands fyrstu sjálf-íleggjandi prentvélina.
(Myndir frá Páli Svanssyni og Þorsteini Veturliðasyni)
Prentsmiðurinn Karl Bjarni Jónsson
Prentsmiðurinn Karl Bjarni Jónsson, fæddur 11. janúar 1933, dáinn: 23. febrúar 2011. Karl hóf nám í prentsmíði hjá Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri, árið 1949, lauk sveinsprófi í setningu árið 1953. Karl starfaði til ársins 1960 við handsetningu hjá Prentsmiðju Björns Jónssonar. Árið 1961 hóf hann störf hjá Félagsprentsmiðjunni lærði þar vélsetningu og starfaði þar til ársins 1967. Sama ár hóf hann störf sem vélsetjari hjá Prentsmiðju Jóns Helgasonar í Síðumúla 16–18. Hann fylgdi með þegar Ríkisprentsmiðjan Gutenberg keypti PJH árið 1973. Þar starfaði hann til ársins 1987. Á myndinni má sjá Karl glaðbeittan við Intertype setjaravél sína. (Mynd frá Gísla Ragnari Gíslasyni)
Prentsmiðjan Rasti
Þessar myndir frá Prentstofunni Rasti (1959–63) á Hverfisgötu 50 í Reykjavík eru dæmigerðar fyrir litla og nokkuð fullkomna offset-prentstofu – þarna er prentvél, ljósmyndavél (repro), handskurðarhnífur og tilheyrandi hillur og verkfæri sem komið var fyrir á mjög litlu gólfplássi. Grétar Jónsson er við myndavélina og Jón Þór Ólafsson við prentvélina.
(Myndir frá Þorsteini Veturliðasyni)
Samtök bókagerðarmanna í 100 ár
Hér fer ekki á milli mála hver er fyrirmyndin að þessu veggspjaldi. Þórður Magnússon bókbindari f. 1881, d. 1964. nam bókband í Ísafold og þegar hann lauk því 1904 tók hann við verkstjórn í bókbandinu og var síðan verkstjóri þar til 1947, en vann þar til æviloka, eða í 67 ár. Hann var faðir Geirs Þórðarsonar bókbindara sem vann líka í Ísafold, en seinna í Hilmi og Frjálsri fjölmiðlun í rúma hálfa öld. (Myndir frá Hirti Guðnasyni)
Kassagerðin
Pétur Ágústsson setjari og Baldvin Ársælsson, hann vann fyrst sem setjari lengst af í Steindórsprent og síðar sem hæðarprentari hjá Kassagerð Reykjavíkur. Hann hafði réttindi í hvorutveggja. (Mynd frá Guðmundi Bragasyni)
Trúnaðarmannaráð Bókbindarafélags Íslands 1971–72
Myndin er tekin í félagsheimili BFÍ o.fl. fámennra verkalýðsfélaga að Óðinsgötu 7, en í þeim hópi voru m.a. Prentmyndasmiðafélagið og Offsetprentarafélag Íslands.
Frá vinstri: Bjarni Ingólfsson (Gutenberg), Jónas Þorvaldsson (Prsm. Leiftur), Einar Egilsson (Bókfell), Birgir Jónsson (Kassagerðin), Edda Guðmundsdóttir (Félagsbókbandið), Arnkell B. Guðmundsson (Gutenberg), Óskar Kjartansson (Bókfellsútgáfan), Ólöf Álfsdóttir (Nýja bókbandið), Hörður H. Karlsson (Nýja bókbandið), Ragnheiður Guðmundsdóttir (Bókfell), Svanur Jóh. (Bókfell), Grétar Sigurðsson (Prsm. Edda) og Björn Guðnason (Prsm. Hafnarfjarðar). (Mynd frá Grafíu/Þorsteini Veturliðasyni)
Stofndagur Félags bókagerðarmanna, 2. nóvember 1980
Líklega eru flestar ef ekki allar myndirnar teknar af Gunnari V. Andréssyni ljósmyndara. Myndatextar sjást þegar sett er í fulla stærð.
Iðnskólinn í Reykjavík, bókagerðardeild
Á fyrstu mynd: Þorvaldur Steinar Jóhannesson, Óli Vestmann Einarsson (1916–1994), óþekktur, Ólafur Björnsson Sigurðsson (1942–1996) og Hermóður Sigurðsson (1945–2008).
Önnur mynd: Árin 1971-72 voru leiðbeinandi námskeið í filmuumbroti í Prentdeild Iðnskólans í Reykjavík — Valgeir Jón Emilsson (1934–2013).
Þriðja mynd: Erna Valdís Valdimarsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson (1945–1989).
Fjórða mynd: Olgeir Kristinn Axelsson (1921–2008) og Kristján Ingi Einarsson.
Fimmta mynd: Óli Vestmann Einarsson (1916–1994). (Myndir frá Grafíu/Þorsteinn Veturliðason)
Frjáls fjölmiðlun 1989
Fyrsta mynd: Steinar Ragnarsson, Aðalsteinn Örnólfsson, Bragi Guðmundsson, prentsmiður, Logi Knútsson, Fríða Björg Aðalsteinsdóttir, Hallgrímur P. Helgason og Ásgeir Ármannsson, bókbindari.
Önnur mynd: Vinstra megin eru hjónin Geir Þórðarson og Oddrún Jörgensdóttir. Við langborðið eru Ingvi Magnússon, Ingibjörg Ingadóttir og Bragi Garðarsson.
Þriðja mynd: Ingvi Magnússon, Bragi Garðarsson, Ingibjörg Ingadóttir, prentsmiður, Steinar Ragnarsson, Bragi Guðmundsson, prentsmiður, Fríða Björg Aðalsteinsdóttir, Hallgrímur Pétur Helgason, Logi Knútsson, Ásgeir Ármannsson, bókbindari og Kjartan Kjartansson, bókagerðarmaður.
Prentsmiðjan Edda 1983–84
Frá vinstri: Maríus Sölvason (Jakob Maríus), Hörður S Hallgrímsson, Kjartan Gunnþórsson, Óttar Eggertsson, Magnús Ingimarsson, Örlygur Sigurbjörnsson, Finnur Eysteinsson, Þorsteinn M. Gunnarsson og Gunnlaugur Sigurgeirsson. (Mynd frá Grafíu/Þorsteinn Veturliðason)
Úr GuðjónÓ — líklega árið 2005
Borgarprent 1981
Nýtt Land – útgáfa 1. tölublaðs. – Ljósm. EÞS á Vísi – mynd í eigu Óðins Geirssonar.
Helgi Már Arthúrsson er lengst til vinstri, blaðamaður í þann tíð og lengi síðan (lést langt fyrir aldur fram), þá kemur Guðni Kjærbo, sem örugglega hefur útlitshannað og gengið frá blaðinu fyrir prentun, þá Óðinn Geirsson prentsmiðjustjóri og loks formaður og stofnandi Bandalags jafnaðarmanna, hinn litríki Vilmundur Gylfason.
Samsæti eftir verkfallið 1984
Haldið að Hverfisgötu 21.
60 ára afmæli Bókbindarafélags Íslands
Haldið 11. febrúar 1966 í nýju félagsheimili að Óðinsgötu 7 í Reykjavík.
Starfsfólk Hólabókbands árið 1950
Fremsta röð: – F.v. Jakobína Pálmadóttir (1912-1983), Jóhanna Þorleifsdóttir (1914-2002), Dagbjört Jóna Sigurðardóttir (1932) og Ingibjörg Jónasdóttir (1924-2016).
Miðröð: – Ástráður Ingimar Hjartar Björnsson (1923-2018), Stefán Jónsson (1914-2006), Erik Banemann, Hafsteinn Guðmundsson (1912-1999), Arnkell B. Guðmundsson (1924-2005) og Ingimundur Kristinn Jónsson (1912-1987).
Aftasta röð: – Kolbrún Ólafsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, óþekkt kona, Bragi Jónsson (1929-1954), Sigurður Ragnar Ingimundarson (1924-2003), Adam Jóhannsson (1927-1995), Halldór Helgason (1927-2004), Sigrún Helgadóttir, (Guðrún Katrín) Jónína Ólafsdóttir (1926-2010 og óþekktur sendill.