Guðmundur Kristjánsson.

Guðmundur Kristjánsson.

Gústaf Símonarson.

Gústaf Símonarson.

Sveinn Gústafsson.

Sveinn Gústafsson.

Prentsmiðjan Rún

Reykjavík 1963–1968 og 1976–1997

Prentsmiðjan Rún var fyrst starfrækt á árunum 1914–1917. Árið 1939 stofnaði svo Guðmundur Kristjánsson (1910–1946) prentsmiðju með þessu nafni en hún starfaði stutt eða til 1940. Guðmundur keypti þá hlut í Alþýðuprentsmiðjunni og gerðist forstjóri hennar til 1945. Þá stofnaði hann Prentverk Guðmundar Kristjánssonar, sem byrjaði að starfa 1946, en hann féll frá á sama ári. Prentsmiðjan hélt áfram starfsemi sinni undir hans nafni fram til ársins 1950. Þá var nafni hennar breytt í Prentsmiðjan Rún, en hún starfaði til ársins 1960.

Heimir Br. Jóhannsson (1930–) lærði prentun í Prentverki Guðmundar Kristjánssonar, en lauk náminu í Rún og vann þar í eitt ár eftir að hann tók sveinspróf. Hann átti hlut í prentsmiðjunni.

Gústaf Símonarson (1922–2017) prentari, vann þar líka og keypti hlut hans. Árið 1963 byrjaði hann síðan með litla prentsmiðju í húsi sínu að Nökkvavogi 3 sem hann nefndi Prentsmiðjuna Rún. Gústaf rak hana til ársins 1968 en þá keypti Hagprent vélarnar en Gústaf hélt nafninu.

Það var svo árið 1976 að sonur hans, Sveinn Gústafsson (1945–) endurreisti Prentsmiðjuna Rún með nýjum vélakosti og rak hana til ársins 1997. Þá hætti hún rekstri og var seld í pörtum.