Steindórsprent
Reykjavík 1934-1992
Steindór S. Gunnarsson (1889-1948) prentari stofnaði Steindórsprent árið 1934 ásamt fleirum, m.a. Kristjáni A. Ágústssyni (1898-1967) og Einari Jónssyni (1899-1965).
Steindór var prentsmiðjustjóri en að honum látnum tók við Hrólfur Benediktsson (1910-1976) prentari. Steindór Hálfdánarson (1945-) prentari var síðasti framkvæmdastjóri fyrirtækisins áður en Steindórsprent keypti Gutenberg og nafninu var breytt í Steindórsprent-Gutenberg 1992.