Kristján J. Agnarsson.

Kristján J. Agnarsson.

Leifur Agnarsson.


Leifur Agnarsson.

Kassagerð Reykjavíkur

Reykjavík 1932-2001

Kassagerð Reykjavíkur var stofnuð árið 1932 og er elsta umbúðafyrirtækið á Íslandi. Stofnendur voru trésmiðirnir Kristján Jóhann Kristjánsson (1893-1969) og Vilhjálmur Bjarnason, en seinna urðu afkomendur Kristjáns eigendur þess. Agnar (1925-1988) sonur hans var lengi forstjóri og síðan synir hans Leifur (1948-2001) og Kristján Jóhann (1946-2002).
Gunnar Árnason (1912-1983) var tæknilegur framkvæmdastjóri um skeið en hann kom inn í fyrirtækið með litla öskjugerð sem hét Askja sem hann átti ásamt fleirum.
Kassagerð Reykjavíkur var fyrst til húsa á horni Vitastígs og Skúlagötu en flutti seinna inn á Kleppsveg.
Kassagerð Reykjavíkur og Umbúðamiðstöðin sameinuðust árið 2000 undir nafninu Kassagerðin hf. en Prentsmiðjan Oddi eignaðist síðan Kassagerðina að fullu árið 2001.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021