Davíð Östlund.

Davíð Östlund.

Þorsteinn Gíslason.

Þorsteinn Gíslason.

Prentsmiðja Seyðisfjarðar

Seyðisfirði 1901-1904

Davíð Östlund (1870-1931) prentari og trúboði flutti frá Reykjavík til Seyðisfjarðar árið 1901 og keypti Prentsmiðju Bjarka sem prentaði samnefnt blað. Þorsteinn Gíslason (1867-1938) skáld tók við ritstjórn blaðsins í nóvember 1901 af Þorsteini Erlingssyni skáldi.
Davíð Östlund breytti nafni prentsmiðjunnar í Prentsmiðju Seyðisfjarðar við kaupin en upphaflega var þetta Prentsmiðja Skuldar sem Jón Ólafsson keypti til Eskifjarðar 1877. Frækorn sem Davíð gaf út var áður prentað í Aldar-prentsmiðju en síðan í Prentsmiðju Seyðisfjarðar 1903-1904 og loks í Prentsmiðju „Frækorna“.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021