Svavar Ellertsson.

Emil Wilhelmsson.

Stapaprent

Reykjanesbæ 1984–

Stapaprent var stofnað 1984 af Svavari Ellertssyni (1956–) prentara. Það var fyrst til húsa að Brekkustíg 52 í Keflavík, en flutti nokkrum árum seinna að Brekkustíg 39. Árið 1990 kom Emil Wilhelmsson (1938–) prentari inn í fyrirtækið sem hluthafi, og var það starfrækt í Keflavík á sama stað og fyrr af þeim Svavari og Emil saman. Emil starfaði þar síðan í 20 ár. Um svipað leyti var skipt yfir í stafræna tækni og gamlar vélar voru seldar. Í fyrirtækinu er nú tölvusetning, Heidelberg prentvél og stór prentvél frá Solna, ennfremur öll venjuleg frágangstæki, svo sem brotvél og rafmagnsskurðarhnífur.

Stapaprent hefur nú starfað hátt í fjóra áratugi og prentar bækur, blöð og bæklinga, ennfremur fréttabréf og sálmaskrár og alls konar smáprent, en auk þess plaköt og myndir á striga. Á árunum 1995–1996 fjárfesti fyrirtækið í nýju húsnæði í Grófinni 13c í Keflavík.