Jóhannes Ólafsson.

Jóhannes Ólafsson.

Steinprent

Ólafsvík 1993–

Prentsmiðjan Steinprent í Ólafsvík var stofnað í maí 1993 af Jóhannesi Ólafssyni (1965–) prentara. Hún er eina prentsmiðjan á Snæfellsnesi og leggur áherslu á að þjónusta íbúa Vesturlands. Prentsmiðjan var fyrst staðsett við Snoppuveg í Ólafsvík en árið 1998 var hún flutt að Sandholti 22 og hefur verið þar til húsa síðan. Jóhannes var við prentnám í Prentsmiðjunni Odda í Reykjavík og útskrifaðist frá Iðnskólanum þar 1988 og tók sveinspróf 1989. Starfaði síðan í Prentsmiðjunni Odda til 1993.