Skúli Thoroddsen.

Skúli Thoroddsen.

Prentsmiðja Þjóðviljans unga

Ísafirði 1891-1899

Þessi prentsmiðja var upphaflega stofnuð af Prentfélagi Ísfirðinga 1886, til þess að gefa út blaðið Þjóðviljann, sem ávallt var kenndur við Skúla Thoroddsen (1859-1916), sýslumann og alþingismann. Skúli stjórnaði blaðinu fyrstu þrjú árin en þá tóku við „Nokkrir Ísfirðingar“ er höfðu útgáfuna á hendi næstu þrjú ár. Þeir breyttu nafni blaðsins 1891 í Þjóðviljinn ungi og hélst það til 1899.
Nafni prentsmiðjunnar var þá líka breytt til samræmis. Fyrra nafnið Þjóðviljinn var þá tekið upp að nýju. Skúli Thoroddsen réði stefnu og skrifum blaðsins allan tímann frá því fyrrnefnd breyting varð á útgáfuaðilum og frá 7. ári varð hann einn útgefandi og ritstjóri þess. Nokkru seinna var blaðið flutt til nýrra heimkynna, að Bessastöðum.