Björn Jónsson eldri.

Björn Jónsson eldri.

Prentsmiðja Norðanfara

Akureyri 1875–1886

Björn Jónsson eldri (1802-1886) á Akureyri hætti prentsmiðjurekstri í Prentsmiðju Norður-og Austurumdæmisins á Akureyri 1875, en Skafti Jósefsson (1839-1905) tók hana á leigu og gaf út blaðið Norðlingur. Björn sótti um nýtt leyfi til konungs fyrir prentsmiðju þar og fékk það. Stofnaði hann þá Prentsmiðju Norðanfara. Voru þá næstu 10 árin starfandi tvær prentsmiðjur á Akureyri þar til Björn Jónsson eldri lést 1886 en þá keypti Björn Jónsson yngri (1854-1920) þá prentsmiðju og var þá aftur aðeins ein prentsmiðja á Akureyri þar til Prentsmiðja Norðurlands, Odds Björnssonar var stofnuð árið 1901.