Hallgrímur Benediktsson.

Hallgrímur Benediktsson.

Prentsmiðjan á Bergstaðastræti 19

Reykjavík 1920-1940

Á seinustu árum Hallgríms Benediktssonar prentara, sem stofnaði prentsmiðju á þessum stað um 1920 og nefndi Prentsmiðju Hallgríms Benediktssonar, var hætt að nota það nafn, en hún nefnd Prentsmiðjan á Bergstaðastræti 19.
Hallgrímur keypti Prentsmiðju Hauks á Ísafirði um 1920 og þar með gömlu Ísafoldarhraðpressuna og flutti hana til Reykjavíkur og setti hana upp í Bergsstaðastræti 19. Hann starfrækti hana til dánardægurs 1940. Hallgrímur stundaði blaðamennsku, útgáfustarfsemi og verslun jafnframt prentstörfum. Hallgrímur vann í Prentsmiðju Þorvarðar Þorvarðssonar í eitt ár, en gerðist svo einn af stofnendum Gutenbergs. Þar var hann verkstjóri fyrsta árið sem hún starfaði.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021