Magnús Stefánsson.

Magnús Stefánsson.

Ólafur Stefánsson.

Ólafur Stefánsson.

Ingólfur Ólafsson.

Ingólfur Ólafsson.

Steingrímur Leifsson.

Steingrímur Leifsson.

Jón Áskels Óskarsson.

Jón Áskels Óskarsson.

Jóhann Larsen.

Jóhann Larsen.

Ingólfsprent

Reykjavík 1946-1968 og 1968-1995

Ingólfsprent var stofnað 1946 af bræðrunum og prenturunum Magnúsi Stefánssyni (1906-1975) og Ólafi Stefánssyni (1902-1990) og ráku þeir prentsmiðjuna til 1968 að Ingólfur Ólafsson (1924-1974) prentari keypti hana og rak til dánardægurs 1974.
Tengdasonur hans, Steingrímur Leifsson (1943-), hélt síðan starfseminni áfram í nokkur ár, en þá keyptu þeir prentararnir Jón Áskels Óskarsson (1944-) og Jóhann Larsen (1945-), prentsmiðjuna og ráku hana undir nafni Ingólfsprents til 1995.
Starfsemin var þá aukin og Hagprent keypt og fyrirtækið rekið í nokkurn tíma undir nafninu Hagprent-Ingólfsprent. Því var svo skipt upp á milli þeirra félaga og nú er Ingólfsprent rekið sem smáprentsmiðja á nafni Jóns Áskels Óskarssonar.
Eftir að ríkið hætti prentsmiðjurekstri bauð Ríkiskaup út alla prentun fyrir opinberar stofnanir. Árið 1996 gerðu þeir t.d. samninga við fimm prentsmiðjur og var Hagprent-Ingólfsprent ein af þeim. Í framhaldi af því prentuðu þeir ýmis rit og bækur fyrir Námsgagnastofnun.