Arnbjörn Kristinsson.

Arnbjörn Kristinsson.

Setberg

Reykjavík 1960–1980

Arnbjörn Kristinsson (1925–2017) prentari sem stofnaði Bókaútgáfuna Setberg 1950 stofnaði einnig Prentsmiðjuna Setberg 1960. Hann var eigandi og framkvæmdastjóri frá upphafi og prentsmiðjustjóri frá 1960.

Arnbjörn lauk sveins­prófi í setningu í Ísafoldarprentsmiðju árið 1945, en stundaði síðan nám við Fagskolen for Boghåndværk í Kaupmannahöfn eftir prentnámið. Arnbjörn vann síðan í Gutenbergshus í Kaupmannahöfn í eitt ár, 1946–1947 og þar á eftir í Ísafoldarprentsmiðju áður en hann stofnaði bókaútgáfu og prentsmiðju.