Vilhelm Stefánsson.

Vilhelm Stefánsson.

Guðmundur J. Guðmundsson.

Guðmundur J. Guðmundsson.

Hólaprentsmiðjan

Reykjavík 1927-1928

Það voru prentararnir Vilhelm Stefánsson (1891-1954) og Guðmundur J. Guðmundsson (1899-1959) sem stofnuðu Hólaprentsmiðjuna í mars 1927. Prentsmiðjan var til húsa í Hafnarstræti 18. Þeir auglýstu í Alþýðublaðinu 1. mars 1927, bls. 3, að prentsmiðjan mundi leysa af hendi bæði ódýrt, fljótt og vel alls konar smáprentun, sem síðan er talin upp:
Grafskriftir – Erfiljóð – Brúðkaupsljóð – Trúlofunarkort – Nafnspjöld – Borðseðlar – Þakkarkort – Kranzborðar – Happdrættismiðar – Aðgöngumiðar – Söngskrár – Sýningarskrár – Gluggaauglýsingar – Lyfseðlar – Bréfhausar – Umslög – Víxlar – Ávísanir.
Þeir félagarnir seldu síðan prentsmiðjuna 1928 til Hafnarfjarðar og Guðmundur fylgdi henni þangað (Prentsmiðja Hafnarfjarðar), en Vilhelm flutti til Vestmannaeyja og var yfirprentari hjá Prentsmiðju Gísla J. Johnsens til 1934.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021