Ólafur B. Erlingsson.

Ólafur B. Erlingsson.

Gunnar Einarsson.

Gunnar Einarsson.

Prentsmiðjan Leiftur

Reykjavík 1946–1978

Ólafur Bergmann Erlingsson (1898–1973) prentari stofnaði Prentsmiðjuna Leiftur snemma árs 1946, en hann rak prentmyndagerð með sama nafni frá 1937. Ólafur var mikilvirkur bókaútgefandi og gaf m.a. út margar af bókum Kristmanns Guðmundssonar og Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Gunnar Einarsson (1893–1975) prentari keypti Prentsmiðjuna Leiftur af Ólafi 1955 og rak hana til dánardægurs.

Gunnar var landskunnur maður og var fyrst kenndur við Ísafold, en þar var hann lengi prentsmiðjustjóri. Eftir að hann varð eigandi og prentsmiðjustjóri í Leiftri var hann kenndur við þá smiðju. Hann var formaður Bóksalafélags Íslands í aldarfjórðung.

Leiftur var víða í Reykjavík, fyrst í Hafnarstræti, sem prentmyndagerð, svo í Tryggvagötu, á Hverfisgötu 46 og Laugavegi 29, en flutti þá í Þingholtsstræti 27 á 1. hæð í hús Prentsmiðjunnar Hóla. Þá var Leiftur orðin prentsmiðja og var síðan flutt í Höfðatún 12 eftir að Gunnar Einarsson eignaðist Leiftur 1955.