Prentsmiðjan Gutenberg nýbyggð.

Prentsmiðjan Gutenberg nýbyggð.

Prentsmiðjan Gutenberg

Reykjavík 1904–1930

Prentarar (HÍP) stofnuðu Hlutafélagið Gutenberg 12. ágúst 1904 og keyptu Prentsmiðju Reykjavíkur af Þorvarði Þorvarðssyni prentara, sem síðan var ráðinn forstjóri hinnar nýju prentsmiðju. Prentarar byggðu síðan hús undir prentsmiðjuna í Þingholtsstræti 6.
En hver var undirrótin að stofnun hlutafélagsins? Hið íslenzka prentarafélag var stofnað 4. apríl 1897 og allan þann tíma sem liðinn var, höfðu þeir ekki náð samningum við prentsmiðjueigendur.
Hinar prentsmiðjurnar í bænum urðu að sjá af starfsmönnum sínum og tæmdust bókstaflega. Björn í Ísafold, sem rak stærstu prentsmiðjuna og fleiri prentsmiðjueigendur vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir voru búnir að standa alltof lengi á móti sanngjörnum kröfum prentara og stóðu nú frammi fyrir alvöru lífsins. Prentarar unnu skipulega að undirbúningi, söfnuðu peningum á allan mögulegan máta m.a. með tombólum og skemmtunum og áttu þó nokkuð fé í sjóðum þegar til stofnunar Gutenbergs kom. Starfsmenn Gutenbergs náðu mjög fljótlega forystu um góð vinnubrögð í íslenskum prentsmiðjum.