Árni Sverrisson.

Árni Sverrisson.

Kári Þórðarson.

Kári Þórðarson.

Rósa Guðmundsdóttir.

Rósa Guðmundsdóttir.

Ásprent, Ásprent-POB og Ásprent-Stíll

Akureyri 1975-1995, 1995-2003 og 2003-

Árni Sverrisson (1944-) prentari stofnaði prentsmiðjuna Ásprent á Akureyri árið 1975 og rak hana til ársins 1979. Þá keyptu prentsmiðjuna hjónin Rósa Guðmundsdóttir (1947-) og Kári Þórðarson (1945-) prentari. Prentsmiðjan var fyrst til húsa í Kaupvangsstræti og síðan í Brekkugötu. Árið 1988 var Ásprent flutt að Glerárgötu 28, þar sem fyrirtækið er rekið enn í dag.
Árið 1995 keypti Ásprent, Prentverk Odds Björnssonar (POB) en það var stofnað 1901. Starfsemi POB var þá flutt á Glerárgötu 28. Árið 2003 sameinuðust fyrirtækin Stíll og Ásprent undir nafninu Ásprent-Stíll hf, og Rósa og Kári hættu að reka fyrirtækið og seldu sína hluti. Synir þeirra þrír, Þórður (1965-), Ólafur (1968-) og Alexander (1975-) áttu 50% í fyrirtækinu á móti þeim og héldu áfram þátttöku. Fyrirtækin eru rekin á sömu stöðum og áður, Ásprent á Glerárgötu og Stíll að Óseyri 2. Framkvæmdastjóri Ásprents-Stíls er G. Ómar Pétursson.
Árið 2006 keypti Ásprent-Stíll prentstofuna Stell á Akureyri, en hún var stofnuð 1989 af Halli Stefánssyni (1961-) offsetprentara á Akureyri. Öll fyrirtækin í samstæðunni eru rekin sem sjálfstæðar einingar á sitt hvorum staðnum.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021