Guðjón E. Long.

Guðjón E. Long.

Georg Guðjónsson.

Georg Guðjónsson.

Litlaprent

Kópavogi 1964–

Guðjón Einarsson Long (1905–2003) stofnaði Litlaprent þann 21. janúar 1964. Prentsmiðjan, sem var með eina trukkprentvél, var staðsett í sumarbústað á Digraneshæð í Kópavogi. Árið 1973 var prentsmiðjan efld og gerð að hlutafélagi og Georg (1947–) prentari, sonur Guðjóns, kom inn í reksturinn og ári seinna var flutt í nýtt húsnæði að Auðbrekku 48 og offsetprentvél keypt.

Enn var flutt í nýtt húsnæði árið 1985 að Nýbýlavegi 26 og vélakostur aukinn. Árið 1999 var síðan keypt húsnæði að Skemmuvegi 4 og fjárfest í nýjum og öflugum tækjum. Bætt við húsnæði og vélum jafnt og þétt og um aldamótin var Litlaprent komið með 1.500 fm húsnæði og státaði af nýjum og fullkomnum tækjakosti. Rekstur og eignarhald hefur alla tíð verið í höndum sömu fjölskyldu. Í dag sér Georg Guðjónsson um reksturinn ásamt sonum sínum tveim, Birgi Má og Helga Val.

Á árunum 2000 til 2007 bættust við fjölmargar nýjar fjöllita prentvélar, fullkominn forvinnslubúnaður, brotvélar, skurðarlína, hefti- og fræsilína. Samfara þessum vélakaupum var keypt 500 fm viðbótarhúsnæði að Skemmuvegi 4. Þannig var Litlaprent rekið til ársins 2012 og segir frá framhaldi á þróun fyrirtækisins aftar undir nafninu Litlaprent-Miðaprent sem hófst það ár.