Steinþór Guðmundsson.

Steinþór Guðmundsson.

Árni Einarsson.

Árni Einarsson.

Stefán Ögmundsson.

Stefán Ögmundsson.

Kristinn E. Andrésson.

Kristinn E. Andrésson.

Prentsmiðja Þjóðviljans

Reykjavík 1945-1992

Dagblaðið Þjóðviljinn hóf að koma út árið 1936 og var fyrst prentað í „Jesúprenti“, Prentsmiðju Jóns Helgasonar til 1938. Síðan var Þjóðviljinn prentaður í Víkingsprenti. Húsnæðið þar var svo lítið að blaðamennirnir kölluðu það „dárakistuna“.
Þá tóku nokkrir frammámenn í sósíalistahreyfingunni sig saman og keyptu Skólavörðustíg 19 fyrir blaðið. Þar var Þjóðviljinn fyrst prentaður 27. júní 1945 í prentsmiðju sem bar nafn blaðsins.
Steinþór Guðmundsson (1890-1973) kennari, Árni Einarsson (1907-1979) , Stefán Ögmundsson (1909-1989) og Kristinn E. Andrésson (1901-1973) lögðu þar hönd á plóg ásamt þúsundum annarra sem styrktu blaðið fjárhagslega.
Fjöldasamtök mynduðust mjög fljótt um hús og útkomu Þjóðviljans og happdrætti hans var árlegur viðburður.
Árni Einarsson var fyrsti framkvæmdastjórinn, en 1948-1958 var Stefán Ögmundsson framkvæmdastjóri. Þá var byrjað að prenta meira en Þjóðviljann, bæði blöð og bækur.
Eiður Bergmann (1915-1999) byrjaði að vinna við blaðið 1949 en varð framkvæmdastjóri 1963 og gegndi því starfi í meira en tvo áratugi.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021