Lárus Halldórsson.

Stefán Runólfsson.

Aldar-prentsmiðja (Lárus Halldórsson)

Reykjavík 1901–1907

Lárus Halldórsson (1851–1908) Fríkirkjuprestur stofnaði mánaðarritið Fríkirkjuna 1899 og gaf það út í þrjú og hálft ár. Fyrstu þrjú blöðin, janúar–mars, voru prentuð í Prentverki Jóns Ólafssonar, en þá var prentsmiðjan seld Davíð Östlund, sænskum aðventista, sem prentaði ritið þar til árið 1901, að séra Lárus Halldórsson keypti prentsmiðjuna af Davíð. Hann ræður þá til sín faglærðan prentara frá Ísafirði, Stefán Runólfsson (1863–1936) sem varð forstjóri hennar næstu tvö árin.
Á þessum árum var Aldar-prentsmiðjan eina nótnaprentsmiðja landsins, og þegar Davíð seldi Lárusi prentsmiðjuna og fór austur á Seyðisfjörð varð allt nótnaletrið eftir hjá Lárusi. Davíð kom svo aftur til Reykjavíkur 1904 og stofnaði Prentsmiðju Frækorna.