Guðmundur R. Jósefsson.

Guðmundur R. Jósefsson.

Prentsmiðja Hafnarfjarðar

Hafnarfirði 1946-2007

Guðmundur Ragnar Jósefsson (1921-1962) prentari stofnaði nýja prentsmiðju í Hafnarfirði, ásamt bókbandi, í nóvember árið 1946.
Prentsmiðjan var til húsa í Suðurgötu 18 í Hafnarfirði og var Guðmundur framkvæmdastjóri til dánardægurs 1962. Eftirlifandi kona hans, Steinunn Guðmundsdóttir (1919-2005), tók þá við rekstri fyrirtækisins og seinna dætur þeirra, Ingibjörg Guðmundsdóttir (1946-) bókbindari og Guðrún Guðmundsdóttir (1948-) bókagerðarmaður. Prentsmiðja Hafnarfjarðar var síðan seld til Prentmets árið 2007.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021