Entries by

Rausnarlegir styrkir til Prentsöguseturs

Mennta- og menningarráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir tilkynnti Prentsögusetri með pósti dags. 22. desember sl. að ráðuneytið hefði ákveðið að veita félaginu myndarlegan styrk til að ganga frá húsnæði þess í Gestastofu Skálholts. Þessi styrkur gerir það að verkum að nú er hægt að hefjast handa við framkvæmdir á staðnum. Til þess að undirbúa þær framkvæmdir […]

Heiðursfélagarnir fengu skjölin sín

Á aðalfundi Prentsöguseturs 4. júní sl. voru tveir af helstu frumherjum félagsins kjörnir heiðursfélagar þess; Heimir Brynjúlfur Jóhannsson prentari og prentsmiðjustjóri og Svanur Jóhannesson bókbindari. Það var svo fyrst þann 29. ágúst sl. að þeir fengu heiðursskjölin afhent í skemmtilegri veislu í Miðdal, Laugardal.

Gjöf til Prentsöguseturs

Sveinbjörn Hjálmarsson, gjarnan kenndur við Umslag hf., afhenti Prentsögusetri í dag veggspjald frá heimsókn leturhönnuðarins Adrians Frutiger árið 1987. Frutiger er einn þekktasti leturhönnuður samtímans. Hann teiknaði fjölmörg letur af ýmsum gerðum, en meðal þeirra frægustu eru steinskriftarletrin Univers og Frutiger.

,

Nýr formaður, tveir heiðursfélagar

Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn 4. júní sl., eftir ítrekaðar frestanir vegna covid-19 vírussins. Fundurinn var haldinn í Húsi félaganna við Stórhöfða. Á fundinum var gerð grein fyrir starfi síðasta árs, sem var talsvert mikið, þótt óneitanlega yrði að hægja á ýmsu vegna aðstæðna.

Aðalfundurinn 2020

Aðalfundur Prentsöguseturs 2020 verður haldinn fimmtudaginn 4. júní nk. að Stórhöfða 31 og hefst kl. 16:30. Fundarsalurinn er á þriðju hæð og gengið inn í húsið Stórhöfðamegin. Þegar liggja fyrir tillögur að lagabreytingum og er félagsmönnum bent á að hafi þeir hug á að leggja til breytingar á lögunum á aðalfundinum þurfa tillögur þar að […]

Aðalfundi Prentsöguseturs frestað

Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi Prentsöguseturs. Fundurinn hafði verið ákveðinn 28. mars, en eftir að stjórnvöld settu á samkomubann var einsýnt að honum yrði að fresta. Gengið er út frá að fundurinn verði haldinn 25. apríl, en það gæti frestast. Fer eftir þróun krúnuvírusins. Fundurinn verður boðaður með góðum fyrirvara, þegar aðstæður lagast.

,

Gamla prentsmiðjan opnuð almenningi; vísir að Prentsmiðjusetri

Í gær, föstudaginn 21. febrúar var Gamla prentsmiðjan við Laugaveg formlega opnuð sem safn, vísir að starfsemi Prentsöguseturs. Þennan dag, 21. febrúar, voru liðin fimm ár frá stofnun Prentsöguseturs. Allnokkrir gestir voru viðstaddir opnunina og voru undirtektir þeirra undantekningarlaust mjög góðar; gestir fundu jafnvel í loftinu gamalkunnan ilm af prentsvertu og pappír. „Maður fær nostalgíukast,“ […]